Villibráðarmatseðill

Dagana 1. til 20. nóvember ætlum við að bjóða upp á okkar sívinsæla villibráðarmatseðil.

Með h0num höfum við parað frábær vín frá La Celia í Argentínu og Quinta do Vallado í Portúgal. Ekki láta þessa veislu fara framhjá þér.

 —

VILLIBRÁÐARSÚPA

Dill- og trufflurjómaostur, bláberja- og timjansulta, brauðteningar, sýrð sinnepsfræ
Vín: La Celia Chardonnay, Uco Valley, Argentína

– – – – –

HREINDÝRAPATÉ OG GRAFIN RJÚPA

Ristaðar heslihnetur, trufflumæjó, 20 mánaða gamall tindur, sýrð rauðrófa, stökkir jarðskokkar
Vín: Vallado, Quinta do Vallado, Douro, Portúgal

– – – – –

HREINDÝRAFILLET OG ANDARCONFIT

Rauðrófumole, rósmarínkartöflumús, sveppir og möndlur, rósmarínraspur og rauðvínsgljái
Vín: La Celia Elite Malbec, Uco Valley, Argentína

– – – – –

BLÁBERJA- OG TIMJANOSTAKAKA

Bláberjasorbet, bakað hvítt súkkulaði, balsamicmarens, bláberjacoulis
Vín: Quinta do Vallado 10 ára Tawny Port, Douro, Portúgal

Verð 10.990 per mann

Sérvalin vín með hverjum rétti 6.990 per mann.