Bubblu Bröns

Alla laugardaga og sunnudaga miili 12:00 og 15:00 bjóðum við upp á Bubblu Bröns. Hægt er að panta staka smárétti eða fimm rétta samsettan Lúxus Bröns fyrir aðeins 3.990 á mann. Einnig er hægt að fá Botnlausar Bubblur með Lúxus Brönsinum á 2.990 á mann. Þá byrjum við á Aperol Spritz í fordrykk og síðan færðu ómælt magn af Piccini Prosecco, Mimosa og Bellini í tvo tíma.

Sælkera Matarpakkar heim til þín

Nú geturðu boðið í matarboð heima hjá þér með mat frá okkur.
Við sjáum um undirbúninginn og þú leggur lokahöndina á máltíðina heimafyrir.
Þú færð allt fulleldað og þarft bara að hita, nákvæmar leiðbeiningar fylgja.
Þú getur sótt til okkar eða fengið sent.

Barinn

Á barnum á Kol er mikið lagt upp úr hágæða kokteilum. Við forðumst það að nota hráefni sem inniheldur gervi bragð- og litarefni. Við lögum mikið af ýmis konar sírópum og infuserum okkar eigin útgáfur af margs konar áfengi og bjóðum einungis upp á hágæða vörur á barnum. Barinn á Kol er leiðandi ásamt nokkrum öðrum börum í bænum í rísandi kokteilsenu Íslands.

Maturinn okkar

Veitingastaðurinn Kol opnaði í febrúar 2014 og hefur fengið gríðarlega góðar viðtökur frá fyrsta degi. Að Kol standa reynslumiklir menn í veitingarbransanum. Eldhúsinu á Kol stjórnar Sævar Lárusson. Hann hefur unnið á mörgum vinsælustu og flottustu veitingastöðum landsins. Barnum og salnum á Kol stjórnar Gunnar Rafn Heiðarsson en hann hefur verið veitingarstjóri á mörgum af betri stöðum Reykjavíkur.

Í eldhúsinu á Kol bindum við okkur ekki við neina staka matreiðslustefnu. Við sækjum innblástur úr öllum heimshornum og einbeitum okkur að því að matreiða hágæða hráefni á sem girnilegastan máta.

Á matseðlinum kennir ýmissa grasa, á boðstólnum er gott úrval fjölbreyttra forrétta úr ýmsum áttum. Í aðalrétt eru hinar ýmsu steikur kolagrillaðar í kolaofni og einnig er boðið upp á úrval fiskrétta og ekki má gleyma eftirréttunum.

Vínlistinn

Vínlistinn okkar er sérvalinn til að para með matseðlinum okkar og bjóðum við upp á gott úrval vína í glasatali sem og heilum flöskum.

Smelltu hérna til að skoða úrvalið