Maturinn okkar

Veitingastaðurinn Kol opnaði í febrúar 2014 og hefur fengið gríðarlega góðar viðtökur frá fyrsta degi. Að Kol standa reynslumiklir menn í veitingarbransanum. Eldhúsinu á Kol stjórnar Sævar Lárusson. Hann hefur unnið á mörgum vinsælustu og flottustu veitingastöðum landsins. Barnum og salnum á Kol stjórnar Arnór Haukur Diego en hann hefur verið viðloðandi KOL frá upphafi og þekkir hjarta og sál KOL eins og handabakið á sjálfum sér. 

Í eldhúsinu á Kol bindum við okkur ekki við neina staka matreiðslustefnu. Við sækjum innblástur úr öllum heimshornum og einbeitum okkur að því að matreiða hágæða hráefni á sem girnilegastan máta.

Á matseðlinum kennir ýmissa grasa, á boðstólnum er gott úrval fjölbreyttra forrétta úr ýmsum áttum. Í aðalrétt eru hinar ýmsu steikur kolagrillaðar í kolaofni og einnig er boðið upp á úrval fiskrétta og ekki má gleyma eftirréttunum.

 

Hefur þú séð samsettu matseðlana okkar ?

SÆLKERAMATSEÐILL

RÓSMARÍN GRAFIÐ NAUT
Rifsberja- og eldpipargljái, basil rjómaostur, rósmarín panko, balsamic rauðrófur, Feykir ostur

MISO ÞORSKUR
Blóðappelsínu vinaigretta, bakaðir ostrusveppir, djúpsteikt gulrót, svart- hvítlauks hollandaise

HREINDÝRAFILLET
Hasselback kartafla, sýrð bláber, sætkaröflu- og svarthvítlauksmauk, djúpsteiktir ostrusveppir, ristaðar heslihnetur, hunangsgljáð nýpa, blóðbergs- og bláberjagljái
EÐA

KOLAÐUR LAX
Fennel escabeche, dill marineruð epli, lime- og hvítlauksmajó, granóla, dill hollandaise

OSTAKAKA
Ricotta- og kirsuberja gelato, sykraðar heslihnetur, brómberja coulise

Matseðill 14.990 á mann

Hægt er að fá sérvalin vín með hverjum rétti
Vínpakki 9.490 á mann

SMAKKMATSEÐILL

Leyfðu þér að njóta matseðils sem samanstendur af uppáhalds réttunum okkar.
Hann er samsettur af yfirmatreiðslumanninum Sævari Lárussyni og hans teymi. 
Þau velja réttina vandlega eftir því hvaða hráefni er fáanlegt ferskast hverju sinni

 

ÞRÍR FORRÉTTIR

FISK AÐALRÉTTUR

KJÖT AÐALRÉTTUR

BLAND AF ÞVÍ BESTA
af eftirréttaseðlinum til að deila

 

Matseðill – 13.990 á mann
Athugið. gildir aðeins fyrir allt borðið

ÞRIGGJA RÉTTA KLASSÍK

SAFFRAN OG KÓKOS HUMARSÚPA
Leturhumar, rjómaostur, sinnepsfræ, brauðteningar

EÐA:

KRÓNHJARTAR CARPACCIO
Andaliframús, basil- og timjanmajó, ostrusveppir, klettasalat, Parmesan, sýrð bláber, heslihnetur

KOLAÐUR MISO LAX
Eldaður medium-rare
Noisette kartöflumús, fennel escabeche, lime- og hvítlauksmajó, dill epli, granóla, humar hollandaise

eða:

NAUTALUND 200G
Sætkartöflu- og svarthvítlauksmauk, skarlottulaukur, kataifi, graskers- og möndlumulningur, vanillunautagljái

SÚKKULAÐI BROWNIE
Yuzu- og karamelluís, grillaður ananas kahlúa karamella

Matseðill 11.990 á mann

Hægt er að fá sérvalin vín með hverjum rétti
Vínpakki 7.490 á mann

(hægt að fá glúten- og laktósafrítt með breytingum)

ÍSLAND

BIRKIREYKTUR LAX
Kasjúhnetu- og trönuberjakrem, möndlupralín, bláber, lime- og hvítlauksmajó, sýrður blaðlaukur, Parmesankex

og

ÍSLENSKUR BURRATA OSTUR
Ristað brioche brauð, marineraðir tómatar, brúnað trufflusmjör

FISKUR DAGSINS
Ferskasti fiskurinn beint af bryggjunni, spurðu þjóninn !

eða:

KOLAGRILLAÐ LAMBAFILLET
Hasselback kartafla, sellerírótar- og noisettemauk, marineruð sellerírót, ostrusveppir, hunangsgljáð nýpa, blóðbergs- og bláberjagljái

HVÍTT SÚKKULAÐI OG SKYR
Hvítsúkkulaði skyrmús, lakkrísís, bláber, púðurskykursmulningur

Matseðill 11.990 á mann
Hægt er að fá sérvalin vín með hverjum rétti
Vínpakki 7.490 á mann

(hægt að fá laktósa- og glútenfrítt með breytingum)

GRÆNKERA MATSEÐILL

GULBEÐU CARPACCIO
Lime- og hvítlauksmajó, kasjúhnetu- og trönuberjakrem, sýrð bláber, djúpsteiktir jarðskokkar, appelsína

KJÚKLINGABAUNA TACO
Kjúklingabaunasalat, dill, karamellað laukmajó, granatepli, ristaðar möndlur

PAPRIKU PÓLENTA
Steiktir ostrusveppir, chermoula sósa, paprikumauk

BBQ EGGALDIN
Tahini sósa, furuhnetur, klettasalat, marineruð sellerírót, grillaður portobello sveppur

ANANAS OG KÓKOS
Ananas- og kókosís, grillaður ananas, möndlukrem, jarðaber

Matseðill 11.990 á mann
Hægt er að fá sérvalin vín með hverjum rétti
Vínpakki 7.490 á mann

(hægt að fá glútenfrítt með breytingum)

Barinn

Á barnum á Kol er mikið lagt upp úr hágæða kokteilum. Við forðumst það að nota hráefni sem inniheldur gervi bragð- og litarefni. Við lögum mikið af ýmis konar sírópum og infuserum okkar eigin útgáfur af margs konar áfengi og bjóðum einungis upp á hágæða vörur á barnum. Barinn á Kol er leiðandi ásamt nokkrum öðrum börum í bænum í rísandi kokteilsenu Íslands

Gjafabréfin okkar á einum stað

Lúxus Bröns fyrir tvo

11.980 kr.

Lúxus kvöldmatseðill fyrir tvo

23.980 kr.

Lúxus Bröns fyrir tvo með botnlausum bubblum

20.960 kr.

Sælkera matseðill fyrir tvo

29.980 kr.

Sex rétta smakkmatseðill að hætti Kol fyrir tvo

27.980 kr.

Gjafabréf að upphæð 20.000

20.000 kr.